avatar
Your name :

or login

Add Song
New comments

Una Torfa - Flækt og týnd og einmana

 
0
Copied!

{Verse 1}
Seg mér hvernig ég
Virðist fyrir þér
Flækt og týnd og einmana
Tek það ekki nærri mér

Eða hefur mér tekist að
Sannfæra þig um það
Að ég sé laus við öll
Vandamál sem algengt er að hrjái unglinga?

{Chorus}
Það er ekki mér að kenna ef þú heldur að ég sé með
Front þegar ég er með þér
Ég hef aldrei þóst geta verið neitt annað
En nákvæmlega það sem ég er

{Verse 2}
Búðu þig undir
Að ég opni mig
Því þú færð heila ævisögu
Og miklu meira til

Ég er með allskonar pælingar
Frumlegar, fyndnar, grafalvarlegar um öll
Vandamál sem algengt er að hrjái unglinga

{Chorus}
Og það er ekkert skrítið að mig langi að tala lengi og
Deila þeim mеð þér
Því ég er nokkuð viss um að þér finnist þær góðar
Ef þú hlustar nógu vel
Þér dettur pottþétt allskonar í hug sеm þú bætir síðan við
Sem ég skil og tileinka mér

{Verse 3}
Spjöllum fram á kvöld
Segir að höndin mín sé köld
Orðin þín svo hlý og góð, þau
Taka af mér öll völd

Þér hefur einhvernveginn tek-
Ist að sannfæra mig um að þú sért laus við
Vandamál sem algengt er að hrjái unglinga

{Chorus}
Það er kannski ekki sniðugt að við höldum þessu áfram
Og hunsum gallana
En mér finnst ekkert sniðugt heldur að hunsa’ allt sem er gott
Að refsa sér fyrir það
Að finnast bara gaman að spjalla og hætta svo að spjalla’
Og gera allskonar annað
Því það er bara akkúrat það sem við gerum nú öll ef við
Leyfum okkkur það

{Chorus}
Eigum við ekki bara að
Hætta að hugsa og
Sætta okkur við þessi
Vandamál sem algengt er að hrjái unglinga
Er ekki orðið augljóst að
Við eigum séns og við
Gætum náð saman
Þó við séum bæði flækt og týnd og einmana
Þó við séum bæði flækt og týnd og einmana
Þó við séum bæði flækt og týnd og einmana

SoundCloud:

edit soundcloud

YouTube:


More Una Torfa lyrics

Una Torfa

Una Torfa

Song Description

Biography

New Lyrics

JELEE - カラフルムーンライト ギターアレンジver. | Lyrics (ja)
{JELEE「カラフルムーンライト ギターアレンジver.」歌詞} {Intro} 夜を染めて ムーンライト
RIN SS - BLUD EMERALD | Текст песни
{Текст песни «BLUD EMERALD»} {Интро} Phantom mob Reverse
Bat & Ryyd - Ryyd Rock | Sanat
{Verse 1} Batman sekä Ryydman juovat touhukkaana kaljaa Ei Ryydman ole koskaan
MAISONdes - アリバイゲーム | Lyrics (ja)
{MAISONdes「アリバイゲーム ft. 乃紫, かやゆー」歌詞} 君と愛の墓場で待ち合わせ やっぱいろんな味を試してなんぼ
YNKEUMALICE - Crazy story bro | Lyrics
I got stripes Like the American dream Living in my American dream I was from the
サンフラワードールズ - ​​lovely weather | Lyrics (ja)
{サンフラワードールズ「lovely weather」歌詞} {Intro} Love, love, weather